Á MORGUN KOMA KRÓNUR UNDAN SNJÓNUM


Leiðbeinandi:
Sindri Sigurðsson (architect), 
Auður Inez Sellgren (designer), 
Gunnar Örn Egilsson (architect), 
Anton Svanur Guðmundsson (architect),
Óskar Örn Arnórsson  (architect)
Kateřina Blahutová (architect).


Hönnunarhópurinn Slökkvistöðin býður öllum áhugasömum um arkitektúr og sjálfbærni að taka þátt í skapandi og “hands-on” vinnustofu á Rusl hátíðinni. Hver þátttakandi eða hópur vinnur að því að þróa sína eigin tilraunakenndu hönnun og/eða kerfi. Við stefnum að því að búa til módel úr endurunnum efnum í raunstærð t.d. gólf, þakkerfi, stól eða framhlið. Eftir að hafa búið ný verðmæti úr hráefnum sem áður voru álitin rusl munu þátttakendur yfirgefa vinnustofuna með nýjar hugmyndir til að að nota í framtíðarverkefnum, í formi teikninga og kolefnissporssamanburðar.
Í vinnustofunni er unnið með arkitektúr og sjálfbærni að leiðarljósi. Við endurvinnum “rusl” -efni sem annars yrði fargað í tilraunakennda byggingahluta í skalanum 1:1.