︎︎︎︎︎︎︎︎︎RUSLFEST

︎︎︎ Hafa samband
︎︎︎ Instagram

 
RUSL er lista- og hönnunarhátíð í Gufunesi, nýju skapandi hverfi Reykjavíkurborgar.  Hátíðin leggur áherslu á hringrásahugsun í samhengi menninga, lista og hönnunar með sérstaka áherslu á byggingariðnaðinn. Vikan samanstendur af vinnustofum, viðburðum, sýningum, trash talks og tónleikum.27. JÚNÍ – 02. JÚLÍ

 KAUPA MIÐA   DAGSKRÁ  

Mánudagur 27.06

10-17
Vinnustofur

17-19
Trash Talks
(Matur)
Bambahús,
Julia Miriam (Jarðgerðarfélagið),

Kjartan Óli Guðmundsson (Borðhald),
Pola Sutryk,

21-00
Plastikman
(Katie Hitchcock)
Opnunarhóf
TBA
Þriðjudagur 28.06

10-17
Vinnustofur

17-19
Trash Talks
(Hönnun)
Björn Steinar Blumenstein (Plastplan),
Valdís Steinars,

Studio Flétta,
Berglind Ósk,
Digital Sigga,

Tobia Zambotti

19-21  
Flæði
Opnun

21-23
Bíókvöld 
Riff takeover @ RVK Studios
Miðvikudagur 29.06

10-16 
Vinnustofur

16-20
Trash Talks 
(Menningarými)
Institut For (X),
LungA,
Blivande,

Post-Hús,
Andrými,
Flæði,
FÚSK


19-21  
Flæði
sýning opin

21-00
Post Takeover
Bart,
Zaar,
Flaaryr,
Ægir,
Ronja


Fimmtudagur 30.06

10-17
Vinnustofur

17-19

Trash Talks
(Uppbygging)
Narfi,
SAP arkitektar,
Sara Jónsdóttir (On To Something),
Slökkvistöðin,
Andri Snær Magnason


20:30-01
Flæðisýning opin

SKRATTAR
CYBER
RUSSIAN.GIRLS (live)


MASSAGE
Trash Sounds
DVDJ NNS
Sideproject 

Pellegrina
8228
Föstudagur 01.07

10-17
Vinnustofur

17-19
Trash Talks
(Tónlist)
Intelligent
Instument Lab
,
Arnljótur (Kraftgalli),
Radio Gufan,
Janus Rasmussen 

19-23

Flæði
sýning opin


Uppskeruhátíð
Skipulögð ganga um Gufunesið
+ Kvöldverður

Laugardagur 02.07

BUXUR
15-03

Steffi 
Árni B2B Bjarki
Ása Kolla
russian.girls (dj set)
Volruptus (live)
dj Sley & Jamesendir 
Charles Green


SÝNING

Krot & Krass,
Brák Jónsdóttir,
Ýmir Grönvold,
Kristín Morthens,
Narfi,
Atli Bolla,
Natka Klimowicz,

Edda Karólína
Innifalið í miðanum er þátttaka í listasmiðju, daglegir viðburðir, hádegismatur og kvöldmatur alla daga og miði á BUXUR.

Miðaverð á hátíðina er 25.000kr.

 


   KAUPA MIÐA  TRASH SOUNDS


Leiðbeinandi:
Jack Armitage, Sigríður Birna Matthíasdóttir, Karl Jóhann Jóhannsso, Robin Morabito and Sean Patrick O’Brien from the Intelligent Instrument Lab.

︎︎︎ Website
︎︎︎ Instagram
Trash Sounds er vinnustofa á vegum rannsóknarstofunnar Intelligent Instruments Lab við Listaháskóla Íslands. Um er að ræða vikulangt og ögrandi námskeið þar sem við lærum að hanna og spila á gervigreindarhljóðfæri búin til úr endurunnum efnum.

Þátttakendur öðlast hagnýta reynslu á því helsta sem hljóðfærahönnun býður upp á í dag og læra allt frá grunni um tæknina sem felst í rauntíma forritun á hljóði, skapandi gervigreind sem hægt er að stjórna með hreyfingu, gagnvirka hljóðhönnun, efnislega hljóðfærasmíði og tilraunakennda hönnun.

Á hverjum degi fá þátttakendur kennslu í einu af ofantöldum atriðum. Þá nýtum við það sem við höfum lært til þess að umbreyta rusli í lifandi hljóðfæri. Jafnframt munum við spinna og flytja tónlist á hverjum degi á hinum og þessum stöðum í Gufunesi.

Við bjóðum byrjendur sem og þau sem eru lengra komin velkomin, hvort sem þið eruð tónlistarfólk eða finnst einfaldlega skemmtilegt að skapa. Sérstaklega velkomið er fólk sem tilheyrir hópum sem ekki eiga marga fulltrúa í heimi tækni og tónlistar. Saman munum við búa til vinalegt umhverfi þar sem við hlustum og lærum hvert af öðru.Í vinnustofunni Trash Sounds hönnum við hljóðfæri með gervigreind úr endurunnum efnum með það að markmiði að flytja lifandi tónlist. Þátttakendur munu fást við efnislegra hljóðfærasmíði og tilraunakenndra hönnun ásamt því að forrita skapandi gervigreind sem umbreytir hreyfingu í hljóð sem og gagnvirka hljóðhönnun.TILRAUNAELDHÚSIÐ


Leiðbeinandi:
Pola Sutryk.

︎︎︎ Instagram
Á þessari vinnustofu munu þátttakendur elda mat úr hráefnum sem myndu annars fara á haugana.  Þessi leið til matseldar bjargar fullkomnlega ætum matvælum og hráefnum frá því að teljast til úrgangs og endurlífgar þau með nýjum tilgangi.  Jafnframt munum við fræðast um gnægð villtra matvæla sem vaxa á Íslandi (hugsaðu með þér magnið af villtum jurtum, grænmeti, þangi og borgarjurtum sem vaxa og dafna ár hvert og nýtast ekki til matar.)  Þátttakendur uppgötva mismunandi leiðir til varðveislu matvæla (gerjun, súrsun, þurrkun).  Við snertum einnig á viðfangsefnum eins og moltugerð, vistrækt (permaculture) og borgargarðyrkju.

Saman skoðum við möguleika okkar og könnum tækifæri og hindranir staðbundinna aðstæðna.  Við skoðum hvað við getum gert, sem einstaklingar og sem samfélag, til minnka matarsóun eftir fremsta megni, ná fram sjálfbærari framtíð matvælaframleiðslu og tryggja aukið mataröryggi á Íslandi.

Vinnustofan fer fram í fullbúnu fageldhúsi FÚSK í Gufunesi. Hún er ætluð öllum þeim sem eru áhugasamir um betri nýtingu matvæla og rís hugur við þeirri matvælasóun sem viðgengst í dag.  Vinnustofan stendur öllum til boða óháð starfsgrein og fyrri reynslu.  Við munum vinna og læra saman, í virðingarfullu og öruggu umhverfi.  Við viljum að þátttakendur hafi virk áhrif á dagskrá smiðjunnar jafnóðum og því mun dagskráin taka breytingum á meðan að á henni stendur.


TILRAUNAELDHÚSIÐ er tilraunaeldhús sem leggur áherslu á fjöldan allan af leiðum til að framleiða, undirbúa og neyta matvæla.  Boðið verður upp á verklegt nám í fæðuöflun, gerjun eða moltugerð kynnumst við íslensku matvælakerfi og þróum sameiginlega leiðir til sjálfbærari framtíðar matvælaframleiðslu. Niðurstaða þessarar vinnustofu verður kvöldverður fyrir þátttakendur og gesti þeirra á föstudagskvöldið, engin matarsóun.
Á MORGUN KOMA KRÓNUR UNDAN SNJÓNUM


Leiðbeinandi:
Sindri Sigurðsson (architect), 
Auður Inez Sellgren (designer), 
Gunnar Örn Egilsson (architect), 
Anton Svanur Guðmundsson (architect),
Óskar Örn Arnórsson  (architect)
Kateřina Blahutová (architect).


Hönnunarhópurinn Slökkvistöðin býður öllum áhugasömum um arkitektúr og sjálfbærni að taka þátt í skapandi og “hands-on” vinnustofu á Rusl hátíðinni. Hver þátttakandi eða hópur vinnur að því að þróa sína eigin tilraunakenndu hönnun og/eða kerfi. Við stefnum að því að búa til módel úr endurunnum efnum í raunstærð t.d. gólf, þakkerfi, stól eða framhlið. Eftir að hafa búið ný verðmæti úr hráefnum sem áður voru álitin rusl munu þátttakendur yfirgefa vinnustofuna með nýjar hugmyndir til að að nota í framtíðarverkefnum, í formi teikninga og kolefnissporssamanburðar.
Í vinnustofunni er unnið með arkitektúr og sjálfbærni að leiðarljósi. Við endurvinnum “rusl” -efni sem annars yrði fargað í tilraunakennda byggingahluta í skalanum 1:1.

SKRAN FEST


Leiðbeinandi:
FÚSK, Institut for (X) (DK) and Blivande (SE).︎︎︎ FÚSK
︎︎︎ Institut for (X)
︎︎︎ Blivande
FÚSK leitar af þúsundþjalasmiðum, utangarðsómögum, auðnuleysingjum og annars konar flökkufólki og förukonum.  Vinnustofan snýst um uppbyggingu á svæðinu, hands-on lausnir og nýtingu afgangsefna úr byggingar- og kvikmyndaiðnaðinum.  Byggingariðnaðurinn skilur eftir sig eitt stærsta kolefnisfótspor heims og er því stappfullur af möguleikum á nýjum leiðum til endurnýtingar, endurvinnslu og minnkun á óþarfa sóun.  Vinnustofan er unnin í samstarfi við menningarrýmin Institut for X (DK) og Blivande (SE).


“Don’t accept the city as it is. Create your own spaces and environments and make the city your own” (This is X, 2015: 387)
Verkefnarýmið FÚSK er opin samfélagslega drifin rannsóknarstofa. Endurhugsum eigið umhverfi og mörkum okkar spor innan borgarveggjanna.