TILRAUNAELDHÚSIÐ


Leiðbeinandi:
Pola Sutryk.

︎︎︎ Instagram
Á þessari vinnustofu munu þátttakendur elda mat úr hráefnum sem myndu annars fara á haugana.  Þessi leið til matseldar bjargar fullkomnlega ætum matvælum og hráefnum frá því að teljast til úrgangs og endurlífgar þau með nýjum tilgangi.  Jafnframt munum við fræðast um gnægð villtra matvæla sem vaxa á Íslandi (hugsaðu með þér magnið af villtum jurtum, grænmeti, þangi og borgarjurtum sem vaxa og dafna ár hvert og nýtast ekki til matar.)  Þátttakendur uppgötva mismunandi leiðir til varðveislu matvæla (gerjun, súrsun, þurrkun).  Við snertum einnig á viðfangsefnum eins og moltugerð, vistrækt (permaculture) og borgargarðyrkju.

Saman skoðum við möguleika okkar og könnum tækifæri og hindranir staðbundinna aðstæðna.  Við skoðum hvað við getum gert, sem einstaklingar og sem samfélag, til minnka matarsóun eftir fremsta megni, ná fram sjálfbærari framtíð matvælaframleiðslu og tryggja aukið mataröryggi á Íslandi.

Vinnustofan fer fram í fullbúnu fageldhúsi FÚSK í Gufunesi. Hún er ætluð öllum þeim sem eru áhugasamir um betri nýtingu matvæla og rís hugur við þeirri matvælasóun sem viðgengst í dag.  Vinnustofan stendur öllum til boða óháð starfsgrein og fyrri reynslu.  Við munum vinna og læra saman, í virðingarfullu og öruggu umhverfi.  Við viljum að þátttakendur hafi virk áhrif á dagskrá smiðjunnar jafnóðum og því mun dagskráin taka breytingum á meðan að á henni stendur.










TILRAUNAELDHÚSIÐ er tilraunaeldhús sem leggur áherslu á fjöldan allan af leiðum til að framleiða, undirbúa og neyta matvæla.  Boðið verður upp á verklegt nám í fæðuöflun, gerjun eða moltugerð kynnumst við íslensku matvælakerfi og þróum sameiginlega leiðir til sjálfbærari framtíðar matvælaframleiðslu. Niðurstaða þessarar vinnustofu verður kvöldverður fyrir þátttakendur og gesti þeirra á föstudagskvöldið, engin matarsóun.