TRASH SOUNDS


Leiðbeinandi:
Jack Armitage, Sigríður Birna Matthíasdóttir, Karl Jóhann Jóhannsso, Robin Morabito and Sean Patrick O’Brien from the Intelligent Instrument Lab.

︎︎︎ Website
︎︎︎ Instagram
Trash Sounds er vinnustofa á vegum rannsóknarstofunnar Intelligent Instruments Lab við Listaháskóla Íslands. Um er að ræða vikulangt og ögrandi námskeið þar sem við lærum að hanna og spila á gervigreindarhljóðfæri búin til úr endurunnum efnum.

Þátttakendur öðlast hagnýta reynslu á því helsta sem hljóðfærahönnun býður upp á í dag og læra allt frá grunni um tæknina sem felst í rauntíma forritun á hljóði, skapandi gervigreind sem hægt er að stjórna með hreyfingu, gagnvirka hljóðhönnun, efnislega hljóðfærasmíði og tilraunakennda hönnun.

Á hverjum degi fá þátttakendur kennslu í einu af ofantöldum atriðum. Þá nýtum við það sem við höfum lært til þess að umbreyta rusli í lifandi hljóðfæri. Jafnframt munum við spinna og flytja tónlist á hverjum degi á hinum og þessum stöðum í Gufunesi.

Við bjóðum byrjendur sem og þau sem eru lengra komin velkomin, hvort sem þið eruð tónlistarfólk eða finnst einfaldlega skemmtilegt að skapa. Sérstaklega velkomið er fólk sem tilheyrir hópum sem ekki eiga marga fulltrúa í heimi tækni og tónlistar. Saman munum við búa til vinalegt umhverfi þar sem við hlustum og lærum hvert af öðru.Í vinnustofunni Trash Sounds hönnum við hljóðfæri með gervigreind úr endurunnum efnum með það að markmiði að flytja lifandi tónlist. Þátttakendur munu fást við efnislegra hljóðfærasmíði og tilraunakenndra hönnun ásamt því að forrita skapandi gervigreind sem umbreytir hreyfingu í hljóð sem og gagnvirka hljóðhönnun.