
RUSL fest býður upp á 5 daga vinnustofu þar sem kafað er í hefðbundnar aðferðir skilta- og vegglistamálunar. Vinnustofan er tvíþætt:
1. Farið er yfir grunnatriði skiltagerðar. Hver og einn þátttakandi hannar sitt eigið skilti og kynnist mismunandi penslum, pensilstrokum, litablöndunaraðferðum, uppstækkun og málun leturs.
2. Í seinni hluta vinnustofunnar er farið yfir öll grunnatriði vegglistamálunar. Þátttakendur læra að yfirfæra hannanir frá skissu á vegg og mála svo vegglistaverk í sameiningu innan á svæðisins.
Notast verður við fundið efni, svo sem málningu og við sem ellegar yrði hent. Afurð vinnustofunnar er samfélagslegt listaverk sem sendir sterk skilaboð til allra sem það sjá. Öllum er frjálst að taka þátt í námskeiðinu óháð færnisstigi.
5 daga vinnustofa þar farið er yfir víðan völl skilta- og vegglistamálunar og samfélagslegan breytingarmátt þeirra.