SKRAN FEST


Leiðbeinandi:
FÚSK, Institut for (X) (DK) and Blivande (SE).



︎︎︎ FÚSK
︎︎︎ Institut for (X)
︎︎︎ Blivande
FÚSK leitar af þúsundþjalasmiðum, utangarðsómögum, auðnuleysingjum og annars konar flökkufólki og förukonum.  Vinnustofan snýst um uppbyggingu á svæðinu, hands-on lausnir og nýtingu afgangsefna úr byggingar- og kvikmyndaiðnaðinum.  Byggingariðnaðurinn skilur eftir sig eitt stærsta kolefnisfótspor heims og er því stappfullur af möguleikum á nýjum leiðum til endurnýtingar, endurvinnslu og minnkun á óþarfa sóun.  Vinnustofan er unnin í samstarfi við menningarrýmin Institut for X (DK) og Blivande (SE).


“Don’t accept the city as it is. Create your own spaces and environments and make the city your own” (This is X, 2015: 387)




Verkefnarýmið FÚSK er opin samfélagslega drifin rannsóknarstofa. Endurhugsum eigið umhverfi og mörkum okkar spor innan borgarveggjanna.